Gott gengi í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
13.05.2014
Um 1800 umsóknir bárust í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna þetta árið frá nemendum í 5.., 6., og 7. bekk. Valdir voru 45 þátttakendur út frá viðmiðum um raunsæi, hagnýti og nýnæmi. Á heimasíðu Varmahlíðarskóla segir að þrír nemendur í 7. bekk Varmahlíðarskóla hafi komist áfram í úrslit og muni taka þátt í vinnusmiðju dagana 22. og 23. maí nk. í Háskólanum í Reykjavík. Það eru þeir Andri Snær Tryggvason, Ari Óskar Víkingsson og Þórir Jóelsson. Birgitta Sveinsdóttir kennari hélt utan um vinnu nemendanna í hugmynda- og umsóknarferlinu.