Fara í efni

Hafna- og fjöruhreinsun í dag

15.05.2020
Flottur hópur sveitarfélagsins hreinsaði við hafnarsvæðið

Umhverfisdagar Skagafjarðar standa nú yfir og í dag er hafna- og fjöruhreinsun á dagskrá. Í dag tók starfsfólk Skagafjarðarveitna, Þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, garðyrkjudeildar sveitarfélagsins og starfsmenn Skagafjarðarhafna heldur betur til hendinni og hreinsaði við hafnarsvæðið á Sauðárkróki, en þar hafði safnast saman mikið magn af rusli eftir veturinn. Ómar Kjartansson hjá Flokku hjálpaði við hreinsunina en hann lagði til tæki og gám. Var afrakstur ruslatínslunnar settur í gáminn og hann vigtaður í lokin og var hvorki meira né minna en 5960 kg! Eftir ruslatínsluna var svo grillað fyrir hópinn, enda vel verðskuldað. Steinn Leó Sveinsson, Sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs þakkar samstarfsfólki sínu fyrir framtakið og Ómari Kjartans og hans fólki fyrir hjálpina.

Nálgast má myndir frá Umhverfisdögum 2020 hér.