Fara í efni

Hafnarsvæðið á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu

27.01.2021
Sprungan sem myndaðist fyrir ofan Vesturfarasetrið. Mynd: Facebooksíða Lögreglunar á Norðurlandi vestra

Lögreglan á Norðurlandi vestra í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Lögreglan greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í nótt.
Öll umferð um hafnarsvæðið frá göngubrú yfir Hofsá við Frændgarð og að Nöfum er stranglega bönnuð vegna stórrar sprungu sem myndast hefur í snjóalög fyrir ofan húsnæði Vesturfarasetursins.