Fara í efni

Hálf öld frá upphafi tónlistarkennslu í Skagafirði

11.02.2015
Mynd Tónlistarskóli Skagafjarðar

Þann 5. janúar síðastliðinn var liðin hálf öld síðan formleg tónlistarkennsla hófst í Skagafirði og á morgun fimmtudaginn 12. febrúar verða hátíðartónleikar í tilefni þess. Nemendur skólans á öllum aldri ásamt kennurum sínum bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í Miðgarði sem hefst kl 17. Af tónleikunum loknum verður boðið upp á veitingar og eru allir velkomnir í Miðgarð til að minnast þessara tímamóta.