Fara í efni

Halloweenball Friðar í Höfðaborg

17.11.2015

Það er alltaf nóg um að vera hjá ungu kynslóðinni. Nýbúið Halloweenball í Höfðaborg á Hofsósi og framundan Stíll og Rímnaflæði og undankeppni Samfés.

Halloweenballið var þann 6. nóvember síðastliðinn og mættu rúmlega 220 unglingar frá Skagafirði, Fjallabyggð, Blönduósi og Skagaströnd. Á heimasíðu Húss frítímans segir að Halloweenballið sé orðinn fastur liður í haustdagskránni og að vonandi mæti gestir þeirra þetta árið aftur að ári liðnu og skemmti sér með þeim.

Framundan eru Stíll og Rímnaflæði þann 27.-28. nóvember næstkomandi í Reykjavík. Það var lið frá Varmahlíðarskóla sem vann undankeppni Stíls þetta árið og tekur þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Friðar en Stíll er hönnunarkeppni. Einnig verður eitt lið sem tekur þátt í Rímnaflæðinu en það er ætlað til að vekja áhuga ungmenna á rappi og gefa því jákvæða umfjöllun.

Þann 11. desember verður svo undankeppni söngkeppni Samfés í Miðgarði ásamt jólaballi Friðar. Skráningu í keppnina lýkur þann 20. nóvember.