Fara í efni

Heitavatnslaust í gamla bænum á morgun, laugardaginn 7. september.

06.09.2013

Vegna tengivinnu við stofnlögn verður lokað fyrir heita vatnið frá klukkan 6 að morgni laugardags 7. september næstkomandi og fram eftir degi.

 Lokunin nær til Skagfirðingabrautar norðan Bárustígs og alls gamla bæjarins norðan Ránarstígs.

Lokunin markar upphaf framkvæmda við stofnlögn hitaveitu frá Skólastíg við Ráðhúsið, niður Skólastíg og Knarrarstíg, eftir Strandvegi og að Helgafelli norðan við spennistöðvarhús RARIK.

Framkvæmdir laugardagsins felast í því að tengja stúta fyrir nýja lögn inn á eldri stofnlögn og mun vinnan valda truflunum á umferð um Skólastíg, Knarrarstíg og strandvegi við Helgafell og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.