Fara í efni

Heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum

02.11.2015
Gunnar Björn Rögnvaldsson ræsir dæluna við Langhús. Mynd Skagafjarðarveitur

Mánudaginn 26. október slíðastliðinn var heitu vatni hleypt á stofnlögn í Fljótum, frá dælustöð í landi Langhúsa og að dælustöð við Molastaði, samtals um 8 km leið segir á heimasíðu Skagafjarðarveitna.

Fimmtudaginn 29. október var síðan vatni hleypt á stofnlögnina frá Molastöðum og að Hvammi, samtals um 3,3 km leið.  Stefnt er að því á næstu dögum að hleypa á vatni að enda stofnlagnar við Depla og verður þá búið að hleypa á alla stofnlögnina, samtals rúmlega 18 km.

Verktaki vinnur þessa dagana að lagningu heimæða og verða væntanlega einhverjir notendur farnir að njóta heita vatnsins fyrir áramót.