Fara í efni

Helga Sigurbjörnsdóttir hætt störfum hjá sveitarfélaginu

04.10.2013
Helga Sigurbjörnsdóttir

Nýverið lét Helga Sigurbjörnsdóttir af starfi hjá Sveitarfélaginu Skagafirði eftir rúmlega 40 ára farsælt starf í þágu íbúa á Sauðárkróki, lengst af sem leikskólastjóri. Frá því er Helga fluttist til Sauðárkróks hefur hún tekið virkan þátt í ýmsum félags- og menningarmálum og verið brautryðjandi á mörgum sviðum. Helga er einnig annáluð saumakona og hefur m.a. kennt þjóðbúningasaum víða um land. Margir þekkja Helgu betur undir nafninu Helga fóstra en fullu nafni. Helga er enda frumkvöðull og brautryðjandi í rekstri leikskóla í Skagafirði og nútíma leikskólastarf í héraðinu er byggt á þeim grunni sem Helga lagði á sínum tíma. Helga er mikil baráttukona og hefur ljáð mörgum réttindamálum íbúanna krafta sína og ósjaldan synt á móti straumnum ef þurft hefur. Sveitarfélagið Skagafjörður þakkar Helgu farsæl störf í þágu íbúanna og óskar henni gæfu og gleði á komandi árum.