Fara í efni

Héraðsbókasafn Skagfirðinga óskar eftir bókaverði

27.11.2017

Tímabil starfs: 18. desember 2017 eða eftir samkomulagi.

Starfshlutfall: 85% starfshlutfall.

Starfsheiti: Bókavörður II.

Vinnutími: Dagvinna.

Lýsing á starfinu: Starfsmaður sinnir almennum verkefnum bókavarðar; afgreiðir bækur og önnur gögn, raðar í hillur, merkir og plastar bækur og leiðbeinir viðskiptavinum um safnkost.

Menntunarkröfur: Stúdentspróf og góð tölvukunnátta.

Hæfniskröfur: Skilyrði er að umsækjendur hafi mikinn áhuga á bókum og bókalestri. Umsækjendur þurfa að hafa mikla hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum og hafa ríka þjónustulund. Enskukunnátta. Lögð er áhersla á stundvísi, dugnað, heiðarleika og áreiðanleika í starfi.

Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2017

Nánari upplýsingar: Þórdís Friðbjörnsdóttir, héraðsbókavörður, í síma 455-6051 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið thordis@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsókn þarf að fylgja prófskírteini, starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og áhuga umsækjanda á bókum og bókalestri. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.

Umsókn ásamt fylgiskjölum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf).

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Héraðsbókasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1904. Bókasafnið hefur verið til húsa í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg á Sauðárkróki síðan árið 1970. Bókasafnið býður upp á útlán bóka og tímarita, tölvuaðgang, margvíslegt fræðsluefni á mynddiskum, útlán til skipa og stofnana, millisafnalán og ljósritunarþjónustu.