Héraðsbókasafn Skagfirðinga óskar eftir starfsmanni
Héraðsbókasafn Skagfirðinga óskar eftir starfsmanni
Tímabil starfs: Óskað er eftir að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Starfshlutfall: 100% starfshlutfall.
Starfsheiti: Bókavörður II.
Vinnutími: Dagvinna.
Lýsing á starfinu: Starfsmaður sinnir almennum verkefnum bókavarðar, svo sem afgreiðslu, frágangi safngagna og fleira.
Menntunarkröfur: Stúdentspróf og nokkur tölvukunnátta.
Hæfniskröfur: Skilyrði er að umsækjandi hafi til að bera hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum og hafa ríka þjónustulund. Skilyrði er að umsækjendur hafi mikinn áhuga á bókum og bókalestri. Lögð er áhersla á stundvísi, dugnað, heiðarleika og áreiðanleika í starfi. Enskukunnátta er kostur
Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2018
Nánari upplýsingar: Þórdís Friðbjörnsdóttir, héraðsbókavörður, í síma 861-8107 og 455-6051 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið thordis@skagafjordur.is.
Umsóknir: Umsókn ásamt prófskírteini og ferilskrá er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf).
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Héraðsbókasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1904. Bókasafnið hefur verið til húsa í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg á Sauðárkróki síðan árið 1970. Bókasafnið býður upp á útlán bóka og tímarita, tölvuaðgang, margvíslegt fræðsluefni á mynddiskum, útlán til skipa og stofnana, millisafnalán og ljósritunarþjónustu.