Héraðsskjalasafn Skagfirðinga auglýsir stöðu skjalavarðar lausa til umsóknar
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga auglýsir stöðu skjalavarðar lausa til umsóknar.
Upphaf starfs: 1. febrúar 2017 eða eftir samkomulagi.
Starfshlutfall: 100% starfshlutfall, um framtíðarstarf er að ræða.
Lýsing á starfinu: Starfsmaður sinnir almennum skráningarstörfum innan safnsins, svarar fyrirspurnum og aflar sér þekkingar á safnkosti safnsins ásamt því að sinna forvörslu á safnkosti og aðstoða héraðsskjalavörð við ráðgjafarstörf og eftirlit.
Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Þekking og reynsla er æskileg. Leitað er eftir einstaklingi sem sýnir af sér sjálfstæði í störfum, frumkvæði og góða skipulagshæfni. Lögð er áhersla á öguð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðri þjónustulund og stundvísi.
Launakjör: Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2017
Nánari upplýsingar: Sólborg Una Pálsdóttir, Héraðsskjalavörður Skagfirðinga, í síma 455-6077 / 862-4353, eða með tölvupósti solborg@skagafjordur.is.
Umsóknir: Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga er elsta héraðsskjalasafn landsins, stofnað árið 1947. Safnið varðveitir stærsta safn einkaskjala utan Reykjavíkur auk mikils magns opinberra heimilda og ljósmynda. Fjölmargir gestir sækja safnið heim árlega. Starfsfólk þess svarar miklum fjölda fyrirspurna árlega og safnið tekur virkan þátt í menningarlífi héraðsins.