Fara í efni

Hertar aðgerðir í sveitarfélaginu til að takmarka frekari útbreiðslu Covid-19 sýkinga

09.05.2021
Áríðandi tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra
Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur fundað vegna fjölda nýrra Covid 19 smita í sveitarfélaginu síðustu daga.
Alls hafa 6 jákvæð sýni verið greind og á þriðja hundrað manns sett í sóttkví. Mikill fjöldi sýna hafa verið tekin í gær og í dag og ætla má að fjöldi þeirra sé um 400.
Í ljósi þessa telur aðgerðastjórn að ráðast þurfi í harðar aðgerðir svo unnt sé að takmarka frekari útbreiðslu sýkingarinnar strax og ná þar með tökum á ástandinu
 
Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að fara í eftirfarandi aðgerðir.
? Sóttvarnarlæknir hefur ákveðið að þær tilslakanir á samkomutakmörkunum sem taka gildi mánudaginn 10. maí samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðuneytisins muni ekki taka gildi í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi fyrr en mánudaginn 17. maí.
? Öllu skólahaldi í Árskóla verður aflýst frá og með mánudeginum 10. maí a.m.k. til og með föstudeginum 14. maí.
? Leikskólinn Ársalir verður lokaður á sama tíma, nema fyrir skilgreinda forgangshópa, s.s. heilbrigðisstarfsmenn, lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn næstu viku.
?Öll próf í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki verða heimapróf og skólinn lokaður nemendum.
? Heimavist Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra verður rýmd eins og kostur er.
? Sundlaugar sveitarfélagsins í Skagfirði verða lokaðar frá og með 10.maí og til og með sunnudeginum 16.maí.
? Íþróttaæfingar yngri flokka verði óheimilar frá og með 10. maí til og með sunnudeginum 16. maí.
? Öllum íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins verður lokað nema fyrir æfingar meistaraflokka frá og með mánudeginum 10.maí til og með sunnudeginum 16.maí
? Íþróttakappleikir fullorðinna verða spilaðir án áhorfenda
?Líkamsræktarstöðvar verða lokaðar frá og með 10. maí til og með sunnudeginum16. maí.
? Skíðasvæðinu í Tindastóli hefur verið lokað.
? Umhverfisdagar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem fara áttu fram 15. maí og plokk-áskorenda keppni milli fyrirtækja sem átti að hefjast núna á mánudag þ.e.a.s á morgun, er frestað um óákveðinn tíma
? Ráðhúsið á Sauðárkróki verður lokað frá og með mánudeginum 10. maí þar til annað verður ákveðið.
? Fundum sveitarstjórnar, nefnda og ráða sveitarfélagsins verður frestað um viku.
? Öllum menningarviðburðum á Sauðárkóki verður aflýst frá og með 10. maí, til og með sunnudeginum 16. maí. Þar með leiksýningum, bíósýningum og öðrum viðburðum þar sem fólk safnast saman.
? Skagafjarðarveitur og þjónustumiðstöð Skagafjarðar verða lokaðar á tímabilinu og aðeins verður opið fyrir neyðarþjónustu í gegnum síma.
? Lágmarksþjónusta verður hjá Skagafjarðarhöfnum sem og Garðyrkjudeild sveitarfélagsins á umræddu tímabili.
 
Jafnframt þessum aðgerðum hafa stofnanir og fyrirtæki í Skagafirði ákveðið að bregðast við með eftirfarandi hætti.
? Afgreiðslutími Skagfirðingabúðar verður lengdur til að dreifa betur verslun og draga úr þeim fjölda sem inni er á hverjum tíma. Viðskiptavinir eru beðnir um að taka tillit til þess.
? Bílaverkstæði, og Vélaverkstæði KS og Tengill verða lokuð frá og með 10. maí, til og með föstudeginum 14. maí. Tengill mun þó starfa eftir neyðarskipulagi fyrirtækisins næstu viku.
? Byggingavöruverslun KS á Eyrinni verður lokuð en afgreiðsla verður í gegnum síma.
? Vörumiðlun mun loka afgreiðslu og jafnframt loka endurvinnslumóttöku en mun afgreiða vörur út úr húsi.
? Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun loka afgreiðslu í þessa viku og starfsemi verður skert.
? Byggðastofnun mun loka afgreiðslunni þessa viku og starfsemi verður skert.
? 1238 Batlte of Iceland og Grána bistro verður lokað þessa viku.
? GrandInn Bar verður lokaður þessa viku.
? Veitingastaðurinn Lemon verður með matsal lokaðan en selur mat út.
 
Athugið !!
 
? Aðgerðastjórn vill beina því til þeirra einstaklinga sem eru með einkenni að hafa samband við heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki eða panta tíma í gegnu um heilsuvera.is
? Aðgerðastjórn vill beina því til íbúa svæðisins að hafa samband í síma 444-0700 og eða í netfangið nordurland.vestra@logreglan.is ef þeim hafi verið gert að sæta sóttkví og um húsnæðisskort er að ræða