Fara í efni

Hertar samkomutakmarkanir frá 31. október.

30.10.2020

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis, að herða sóttvarnaráðstafanir vegna Covid 19 faraldursins og taka þær gildi laugardaginn 31. október.
Helstu takmarkanir eru eftirfarandi:

  • Allar takmarkanir ná til landsins alls
  • 10 manna fjöldatakmörk meginregla
  • Íþróttir óheimilar
  • Sundlaugar lokaðar
  • Sviðslistir óheimilar
  • Krám og skemmtistöðum lokað
  • Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra
  • Börn fædd 2015 og síðar undanþegin takmörkunum

Íþróttamannvirki sveitarfélagsins, íþróttahús og sundlaugar, munu því loka frá 31. október og varir lokunin á meðan á samkomubanni stendur eða til og með 17. nóvember.

Samkomubann kemur þó ekki veg fyrir að íbúar geti stundað hreyfingu og eru íbúar hvattir til að nýta sér þau mannvirki sem eru opin almenningi. Eftirfarandi mannvirki eru opin:

- Sparkvellir á Hofsósi, á Hólum og í Varmahlíð sem og gervigrasvöllurinn á Sauðárkróki
- Hlaupabrautin umhverfis íþróttavöllinn á Sauðárkróki.

Þess utan er upplagt að fara í gönguferðir á opnum svæðum sem og að nýta sér sandana sem er skemmtilegur leikvöllur fyrir fólk á öllum aldri.

Íbúum er einnig á síðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem finna má tillögur að hreyfingu: http://isi.is/almenningsithrottir/island-a-idi/