Fara í efni

Hertar sóttvarnarráðstafanir í sundlaugunum í Skagafirði frá og með kl. 12 föstudaginn 31. júlí.

31.07.2020
Sundlaug Sauðárkróks

Samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis taka í gildi hertar sóttvarnarráðstafanir í sundlaugunum í Skagafirði frá og með kl. 12 föstudaginn 31. júlí.

Gestafjöldi á laugarsvæði takmarkast við 100 manns hverju sinni skv. tilmælum Almannavarna.
Gestir eru beðnir um að virða tveggja metra regluna og eru vinsamleg tilmæli til gesta að þeir séu ekki lengur í heitum potti en 15 til 20 mínutur svo fleiri fái að njóta.
Gestir takmarki tíma í sundi svo fleiri fái að njóta.
Saunum og eimböðum verður lokað.
Spritt er í boði fyrir gesti.
Þrif á snertiflötum hafa verið aukin.
Vinsamlega sýnið hvert öðru og starfsfólki skilning og þolinmæði.


Gerum þetta saman, við erum öll Almannavarnir.