Fara í efni

Hillir loks undir að Strandvegurinn/Þverárfjallsvegur (744) um Sauðárkrók verði kláraður

06.08.2013
Ný lega Strandvegar á Sauðárkróki

Í 16. tbl./2013 Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar auglýsa Vegagerðin og Sveitarfélagið Skagafjörður útboð á fyrirhugaðri framkvæmd við Strandveg á Sauðárkróki.  Framkvæmdin nær til 385 m kafla af Strandvegi til móts við norðurenda Aðalgötu á Sauðárkróki, og miðar að því að koma veginum í endanlega legu sína samkvæmt skipulagi.  Þannig ljúki framkvæmd sem hófst kringum árið 2003, en varð ekki lokið vegna fjárskorts.  Síðan þá hefur sveitarfélagið margítrekað þörfina á því að framkvæmdin verði kláruð og er það fagnaðarefni að nú skuli verða séð fyrir endann á verkefninu.  Verkinu á að vera lokið eigi síðar en 15. nóvember 2013.

Meðalumferð á dag yfir árið á Strandvegi er 2.040 bílar á sólarhring skv. tölum Vegagerðarinnar frá árinu 2012.  Sumardagsumferð var mæld 2.573 bílar á sólarhring og vetrardagsumferð 1.611 bílar á sólarhring.