Fara í efni

Hólahátíð 2013

14.08.2013
Hóladómkirkja

Hólahátíð verður haldin 16.-18. ágúst. Í ár eru liðin 250 ár frá byggingu Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins. Á hátíðinni verður opnuð sýning um kirkjubygginguna, flutt leikrit um múrarameistarann Sabinsky, gengin pílagrímaganga yfir Heljardalsheiði, messað í Gvendarskál og gengið upp í Námuna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikar í hátíðarmessu á Hólahátíð, Kristján Jóhannson syngur einsöng, Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst flytur Hólaræðuna og Hjörtur Pálsson flytur frumsamið afmælisljóð.
Þetta er fyrsta Hólahátíðin sem Solveig Lára Guðmundsdóttir, nýr vígslubiskup á Hólum kemur að.
Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna hér http://solveiglara.net/2013/08/01/holahatid-16-18-agust/