Hólf til leigu og sölu
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til leigu hólf nr. 24, 25 og 27 austan Hofsóss. Hólfin má sjá á meðfylgjandi korti. Hólf nr. 24 er 10,3 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 25 er 9,94 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 27 er 66,8 ha að stærð, framræst að hluta en ekki nýtilegt til slægju í núverandi ástandi.
Leigutaka er skylt að girða land sem notað er fyrir búfjárhald, búfjárheldri girðingu og viðhalda henni. Jafnframt er leigutaka skylt að halda landinu hreinu og snyrtilegu og halda því í góðri rækt. Notkun hins leigða lands takmarkast við beitarafnot og til slægna. Leigutaka er óheimilt að reisa byggingar eða önnur mannvirki á landinu án leyfis landeiganda. Leiga fyrir túnin er samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins á hverjum tíma.
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir jafnframt til sölu hólf nr. 23 austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, sem sjá má á meðfylgjandi korti. Hólfið er 15,85 ha að stærð.
Umsóknarfrestur er til 30. september 2024. Nánari upplýsingar veitir Kári Gunnarsson, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á kari@skagafjordur.is.