Hólf til sölu austan Hofsóss
14.03.2025
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til sölu hólf nr. 23 austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, sem sjá má á meðfylgjandi korti. Hólfið er 15,75 ha að stærð.
Umsóknarfrestur er til 31. mars 2025.
Nánari upplýsingar veitir Kári Gunnarsson, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi. Fyrirspurnir og umsóknir sendist á kari@skagafjordur.is.