Fara í efni

Hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi

17.04.2020

Almannavarnir hafa fengið ábendingar um aukna hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi. Ástæðan er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála er varðar afléttingu samkomubanns.
Almannavarnir vilja brýna fyrir fólki að mikilvægt sé að halda fókus og sofna ekki á verðinum. Fyrsta skrefið í afléttingu samkomubanns tekur gildi 4. maí og því er ennþá í gildi þær takmarkanir á samkomum fólks eins og hefur verið undanfarnar vikur.

Almannavarnir hvetja foreldar til að vera vakandi fyrir þessari hópamyndun unglinga og að halda áfram að fara eftir fyrirmælum og reyna eftir fremsta megni að sporna geng allri hópamyndun.


Við erum öll almannavarnir