Hopp hjól aðgengileg á Sauðárkróki
05.05.2023
Deilileigan Hopp hóf formlega starfsemi á Sauðárkróki í dag þegar undirritaður var samningur milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hopp um starfsleyfi. Deilileigan Hopp er með starfsemi víðsvegar um land og er þetta skemmtileg viðbót inn í samfélagið í Skagafirði.
Um 20 hjól verða á vegum Hopp á Sauðárkróki til að byrja með og er stefnt á að þeim fjölgi ef vel gengur. Til að nota hjólin þarf að sækja Hopp forritið í App store eða Play store, fylla út kortaupplýsingar og símanúmer.
Nánari upplýsingar má finna í frétt Feykis og inn á heimasíðu Hopp