Hrefna Gerður Björnsdóttir ráðin í stöðu mannauðsstjóra
Hrefna Gerður Björnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu mannauðstjóra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Alls sóttu 33 umsækjendur um starfið og þar af drógu sjö umsókn sína til baka. Hrefna Gerður lauk BA prófi í lögfræði árið 2007 og meistaraprófi í lögfræði árið 2010. Lokaritgerð hennar til ML prófs fjallaði um áminningar starfsmanna ríkisins, skv. 21.gr. laga nr. 70/1996. Hún hefur einnig lokið fjölmörgum námskeiðum hjá Félagsmálaskóla Alþýðu og frá Fræðslusetri Starfsmenntar m.a. samningar sveitarfélaga og SGS.
Hún hefur starfað sem sérfræðingur hjá Öldunni – stéttarfélagi frá mars 2010 við lögfræðileg málefni tengd vinnurétti, túlkun kjarasamninga, undirbúning kjarasamninga og sérkjarasamninga Öldunnar. Hún er varaformaður ASÍ-ung, eftirlitsfulltrúi ASÍ og hefur gengt fjölmörgum öðrum trúnaðarstöfum fyrir ASÍ.
Mannauðsstjóri starfar á stjórnsýslu- og fjármálasviði. Starfið felur m.a. í sér ráðgjöf og eftirfylgni með mannauðsmálum Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Hrefna Gerður er boðin velkomin til starfa og mun hefja störf hjá sveitarfélaginu upp úr næstu mánaðamótum.