Fara í efni

Hreyfitorg - nýr vefur

06.11.2013

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vekur athygli á nýrri vefsíðu, Hreyfitorgi, en tilgangur með síðunni er að veita góða yfirsýn yfir valkosti sem í boði eru hverju sinni á sviði hreyfingar um land allt. Markmiðið er að auðvelda leit að þjónustu til að finna hreyfingu við hæfi sem samræmist getu og áhuga hverju sinni og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Síðan á að nýtast bæði fyrir áhugafólk og fagaðila. Hreyfitorg er snjallvefur sem aðlagast sjálfkrafa að þeirri skjástærð sem notuð er hverju sinni.

Þeir aðilar sem bjóða upp á hreyfingu sem samræmist markmiðum Hreyfitorgs geta sótt um að kynna þjónustu sína á vefnum sér að kostnaðarlausu. Félagasamtök  og einkaaðilar eru hvattir til að skrá þjónustu sína á vefinn. Aðaláherslan verður lögð á framboð á hreyfingu sem flestir geta stundað.

Þeir aðilar sem standa að Hreyfitorgi eru Embætti landlæknis, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og Virk starfsendurhæfing.

Sjá nánar hér: