Fara í efni

Húrra - húrra, rennibrautin í sundlauginni í Varmahlíð tekin í notkun

18.10.2018
Ný og glæsileg rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð

Langþráðum áfanga er náð – rennibrautin í sundlauginni í Varmahlíð er öllum opin frá klukkan 17:00  í dag, fimmtudag.

Formleg vígsla rennibrautarinnar fer fram n.k. mánudag 22. október kl. 16:30. Þar munu þau Sigfús I. Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps, klippa á borða og segja nokkur orð. Unnur María Gunnarsdóttir, nemandi við Varmahlíðarskóla, vígir brautina og fer fyrstu bununa. Kaffi, kókómjólk og kleinur í boði að vígslu lokinni. Vonast er til að íbúar taki þessari opnun fagnandi og mæti til vígslunnar.

Athugið að sundlaugin verður opin n.k. laugardag frá klukkan 10:00-15:00.

Vegna framkvæmda við sundlaugina á Sauðárkróki er fyrirhugað að lengja opnunartíma sundlaugarinnar í Varmahlíð fram að áramótum. Opnunartími verður nánar auglýstur síðar.