Fara í efni

Hús frítímans auglýsir tímabundin störf laus til umsóknar

28.08.2017

 Hús frítímans auglýsir tímabundin störf laus til umsóknar

 

Tímabil starfa: Frá 18. september 2017 til 20. maí 2018, eða eftir samkomulagi.

Fjöldi starfa: 4 - 5 störf.

Starfshlutfall: 20 - 75% starfshlutfall.

Starfsheiti: Frístundaleiðbeinandi I.

Lýsing á starfinu: Starfið er fólgið í skipulagningu og vinnu með börnum og unglingum í frístundaþjónustu sveitarfélagins. Störfin henta konum jafnt sem körlum.

Hæfniskröfur: Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Leitað er að einstaklingum sem hafa til að bera hæfni í mannlegum samskiptum, hafa gaman að vinna með börnum og unglingum og vilja til að læra og þroskast í störfum sínum. Reynsla og menntun er kostur.

Vinnutími: Vaktavinna.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2017

Nánari upplýsingar: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála, í síma 660-4639 eða valdi@skagafjordur.is.

Umsóknir: Umsóknum ásamt ferilskrá er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Hús frítímans er miðstöð tómstundastarfs allra íbúa sveitarfélagsins, óháð aldri. Í Húsi frítímans er starfsemi allan daginn fyrir mismunandi hópa. Auk starfsemi í þágu eldri borgara, ungmenna og grunnskólabarna er húsið opið fyrir hvers konar félags- og menningarstarfsemi íbúa héraðsins.

Við skipulagningu dagskrár Húss frítímans er tekið mið af fjölskyldustefnu sveitarfélagsins og er reynt að flytja starfsemina framar á daginn, þar sem markmiðið er að börn yngri en ellefu ára séu ávallt búin klukkan fimm á daginn og geti notið samvista við foreldra sína eftir vinnu.