Fara í efni

Húsateikningar nú aðgengilegar í kortasjá Skagafjarðar

21.09.2022
Þau hús sem þegar hafa verið skráð og teikningar gerðar aðgengilegar af eru merkt með appelsínugulu.

Líkt og greint var frá í byrjun sumars hefur verið unnið að flokkun og skráningu húsateikninga í Skagafirði. Er þetta liður í stafrænni vegferð sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að gera gögn sveitarfélagsins aðgengilegri íbúum.
Verkefnið er umfangsmikið og hafa verið skannaðar um 2.800 teikningar í Hlíðarhverfi og Túnahverfi á Sauðárkróki og eru þær teikningar nú aðgengilegar í kortasjá sveitarfélagsins.

Mun þessi vinna halda áfram í vetur og verður teikningum bætt við á vefinn jafn óðum og þær hafa verið skannaðar og skráðar í gagnagrunn sveitarfélagsins. Verða allar húsateikningar í þéttbýli og dreifbýli Skagafjarðar flokkaðar og skannaðar og er því ljóst að þessi vinna mun taka tíma.

Nálgast má teikningar í kortasjá Skagafjarðar sem staðsett er á heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is. Haka þarf við „Teikningar af byggingum“ í valmyndinni hægramegin í kortasjánni.