Fara í efni

Íbúafundir um sameiningarviðræður í dag

26.08.2021

Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður vinna að mati á kostum, göllum og tækifærum sameiningar sveitarfélaganna. Í september er ráðgert að sveitastjórnir taki ákvörðun um hvort þau hyggist ráðast í formlegar sameiningarviðræður sem lýkur með því að íbúar kjósi um tillöguna. 
Áður en sveitastjórnir taka ákvörðun um hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður, verða haldnir íbúafundir í hvoru sveitarfélaginu fyrir sig þar sem helstu niðurstöður greiningar ráðgjafa verða kynntar og kallað eftir sjónarmiðum og ábendingum íbúa

Fundunum verður streymt á Facebooksíðum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps og geta þátttakendur sent ábendingar rafrænt inn á fundinn.
Fundarfólk er beðið um að hafa með sér síma, snjalltæki eða tölvu því samráðið fer m.a. fram í gegnum kerfið menti.com.

Íbúafundir verða haldnir í dag (fimmtudaginn 26. ágúst) á eftirfarandi stöðum:

Kl. 16:30 - 18:00 - Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð
Kl. 20:00 - 21:30 - Félagsheimilinu Héðinsminni, Akrahrepp.