Íbúafundur um fjárhagsáætlun 2022 kl 20:00 í kvöld
Í kvöld verða haldnir íbúafundir vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Þar gefst íbúum tækifæri á samtali við sveitarstjórnarmenn til að koma sýnum sjónarmiðum á framfæri varðandi þætti eins og þjónustu, framkvæmdir og viðhald og rekstur sveitarfélagsins.
Vegna gildandi samkomutakmarkana af völdum Covid-19 er nauðsynlegt að skrá sig á fundina. Ef engin skráning er á einhverjum fundarstað mun sá fundur falla niður. Því er mikilvægt að þeir sem ætla að mæta á íbúafund skrái sig. Skráningarformið má nálgast hér: https://bit.ly/3Et4VBI
Sveitarstjórnarmenn úr meiri- og minnihluta munu bjóða upp á samtalsfundi við íbúa mánudaginn 6. desember nk. kl. 20 á eftirtöldum stöðum:
Sauðárkrókur - Sæmundargata 7
Varmahlíð - Menningarhúsið Miðgarður
Hofsós - Félagsheimilið Höfðaborg
Hólar í Hjaltadal – Kaffi Hólar
Fljót - Félagsheimilið Ketilás