Íbúagátt sveitarfélagsins uppfærð
Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins hefur verið uppfærð í nýjustu útgáfu. Gáttin er þjónustugátt fyrir einstaklinga og lögaðila. Til þess að skrá sig þar inn þarf annaðhvort rafrænt skilríki eða Íslykil til þess að gæta fyllsta öryggis. Kosturinn við Íbúagáttina er að þegar búið er að skrá sig þar inn er hægt að komast áfram í ýmsar þjónustur s.s. MENTOR, Matartorg og NÓRA án þess að þurfa að skrá sig aftur inn með lykilorði.
Nýjasta viðbótin er tenging við NÓRA skráningar- og greiðslusíðu á vegum Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagsins.
Til að byrja með er hægt að skrá iðkendur sem eru á æfingum/námskeiðum hjá Umf. Tindastóli í frjálsum íþróttum, júdó, knattspyrnu, körfubolta og í sundi. Einnig geta þeir sem eru á æfingum/námskeiðum hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð skráð sína iðkendur. Þegar skráning fer fram í þessu kerfi kemur hvatapeningur frá sveitarfélaginu strax til frádráttar á æfingagjaldinu.
Önnur þjónusta í Íbúagáttinni er:
- Umsóknareyðublöð um atvinnu og ýmsa þjónustu
- Yfirlit ógreiddar viðskiptakröfur
- Yfirlit yfir viðskiptafærslur. Þar er hægt að sjá reikninga og prenta út.
- Birting álagingarseðla fasteignagjalda
- Hægt er að fylgjast með framgangi skráðra mála í málakerfi sveitarfélagsins og senda inn fyrirspurnir og athugasemdir