Fara í efni

Íbúar hvattir til að fara sparlega með heitt vatn

02.12.2020

Spáð er miklum vindi og lágu hitastigi næstu daga hér í Skagafirði og verður því óvenju kalt hér á svæðinu. Í veðuraðstæðum sem þessum reynir mikið á hitaveituna og eru íbúar hvattir til að fara sparlega með heitavatnið. Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga varðandi heitavatnsnotkun næstu daga:

  • Hafa glugga lokaða
  • Láta ekki renna í heita potta
  • Hafa útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur
  • Stilla ofna svo þeir séu heitir að ofan og nokkuð kaldir að neðan
  • Varast að byrgja ofna t.d með gluggatjöldum eða öðru

Hjálpumst að og förum sparlega með heitavatnið.