Iðja-dagþjónusta auglýsir eftir þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa
Iðja-dagþjónusta auglýsir eftir þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa
Upphaf starfs: 1. janúar 2019.
Starfshlutfall: 90% starfshlutfall.
Starfsstöð: Iðja dagþjónusta við Sæmundarhlíð.
Starfsheiti: Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi í málefnum fatlaðra.
Lýsing á starfinu: Starfsmaður hefur með höndum faglega yfirsýn á þjónustu við notendur iðju-dagþjónustu. Hann vinnur m.a. að gerð einstaklings- og þjálfunaráætlana með notendum í samráði við yfirmann. Hann veitir notendum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun, þjálfun og afþreyingu ásamt öðrum verkefnum. Unnið er eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu.
Menntunarkröfur: Hafa starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi.
Hæfniskröfur: Reynsla af starfi með fötluðu fólki er æskileg. Leitað er eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, umhyggju, lipurð í mannlegum samskiptum, háttvísi og stundvísi. Mikilvægt er að starfsmaður sýni frumkvæði, sjálfstæði og gleði í leik og starfi. Hreint sakavottorð sbr. lög um málefni fatlaðs fólks.
Vinnutími: Dagvinna.
Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2018
Nánari upplýsingar: Jónína G. Gunnarsdóttir, forstöðumaður, iðja@skagafjordur.is, 453-6853.
Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréfi skal skila í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.
Iðja-dagþjónusta er staðsett við Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Þjónustar Norðurland vestra og starfar eftir lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Markmið þjónustunnar er að veita fötluðum eldri en 18 ára dagvistun/hæfingu og þjálfun við hæfi hvers og eins, eins og kostur er.