Iðja/dagþjónusta auglýsir hlutastarf laust til umsóknar
Iðja/dagþjónusta auglýsir hlutastarf laust til umsóknar
Upphaf starfs: Um miðjan ágúst 2017 eða eftir samkomulagi.
Starfshlutfall: 50% starfshlutfall.
Starfsheiti: Starfsmaður á hæfingarstöð.
Lýsing á starfinu: Starfið er tvíþætt og felur í sér stuðning við fatlað fólk á hinum almenna vinnumarkaði og að sinna líkamlegum og félagslegum þörfum einstaklinga við athafnir daglegs lífs í Iðju. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Menntunar- og hæfniskröfur: Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hafa til að bera lipurð í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri.
Vinnutími: Dagvinna.
Launakjör: Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2017
Nánari upplýsingar: Jónína Gunnarsdóttir, forstöðumaður, iðja@skagafjordur.is, 453-6853.
Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá er greinir frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum íbúagátt eða heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Iðja er vinnustaður þar sem fullorðið fatlað fólk vinnur að fjölbreyttum verkefnum. Hún er staðsett við Sæmundarhlíð á Sauðárkróki.
Markmið Iðju eru:
- Að viðhalda og efla færni og hæfni fatlaðs fólks til að starfa og taka þátt í daglegu lífi.
- Að gefa fötluðu fólki kost á að sækja dagþjónustu við hæfi utan heimilis.
- Að búa fatlað fólk undir að starfa á almennum vinnumarkaði.