Fara í efni

Íslandsmót í boccia um næstu helgi á Sauðárkróki

11.10.2016
Mynd frá Íslandsmóti í boccia 2013. Mynd feykir.is

Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði stendur fyrir Íslandsmóti í Boccia í einstaklingskeppni helgina 15. - 16. október í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mótið er haldið í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra og er þetta í fjórða sinn sem keppni sem þessi fer fram á Sauðárkróki.

Setning mótsins er á föstudagskvöldinu kl 20 og hefst keppni kl 9 árdegis báða keppnisdagana. Reiknað er með 200-220 keppendum í sex deildum og einnig Bc flokkum með og án hjálpartækja. Lokahóf verður síðan í Menningarhúsinu Miðgarði á sunnudagskvöldinu. Það eru Kiwanisklúbbarnir Drangey og Freyja sem sjá um dómgæsluna og Lionsklúbburinn Víðarr sem gefur verðlaunin á mótinu.