Íslenski safnadagurinn 13. júlí
Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði íslenskra safnamanna. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum.
Á sýningum Byggðasafnsins í Áshúsi og gamla torfbænum í Glaumbæ er fjallað um mannlíf í torfbæjum og til sveita á fyrri hluta 20. aldar. Opið er í Glaumbæ á milli kl 9 -18 og sýnd verða ýmis gömul handbrögð milli kl 14 -16 í gamla bænum.
Í Minjahúsinu á Sauðárkróki er fjallað um skáld 20. aldar og munir af járn-, tré-, söðla- og úrsmíðaverkstæðum. Einnig er til sýnis hvítabjörninn sem felldur var við Þverárfjallsveg 2008. Minjahúsið er opið á milli kl 12 og 19.