Fara í efni

Íþóttamannvirki Sveitarfélagsins Skagafjarðar

16.03.2020

Ráðstafanir vegna samkomubanns vegna COVID-19 veirunnar

Opnunartímar haldast óbreyttir í sundlaugum og íþróttahúsum á meðan á samkomubanni stendur. Sjá nánar hér. Gufuböðum og köldum körum verður lokað tímabundið á meðan þetta ástand varir. Þar sem tilmæli geta breyst með stuttum fyrirvara er því beint til viðskiptavina/iðkenda á fylgjast náið með tilkynningum á heimasíðu og fésbókarsíðu sveitarfélagins. Annars er rétt að halda ró sinni og reyna líka að láta lífið ganga sinn vanagang eftir því sem kostur er.

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 heimsfaraldursins hefur verið ráðist í eftirfarandi ráðstafanir í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins.

  • Aukin fræðsla um helstu leiðir til þess að draga úr smiti.
  • Sótthreinsiþrif í mannvikjunum hafa verið aukin, sérstaklega snertifletir.
  • Spritt er aðgengilegt viðskiptavinum, bæði handspritt sem og handþurrkur og brúsar svo viðskiptavinir geti sjálfir strokið af snertiflötum.
  • Tilmælum verður beint til viðskiptavina að spritta snertifleti fyrir og eftir notkun.

 

Sýnum ábyrgð, gætum að hreinlæti og munum að ráðleggingar Landlæknis um handþvott er besta forvörnin. Verum skynsöm, sýnum varkárni og mætum ekki í íþróttamannvirkin ef við finnum til flensueinkenna eða höfum verið í samskiptum við smitaða einstaklinga.

Setjum heilsuna í fyrsta sæti, vinnum saman og hjálpumst að á þessum fordæmalausu tímum.

Starfsfólk íþróttamannvirkjanna Sveitarfélagsins Skagafjarðar