Fara í efni

Íþróttamenn UMSS og UMFT 2017

28.12.2017
Ísak Óli Traustason, íþróttamaður Skagafjarðar 2017

UMSS veitti íþróttamanni Skagafjarðar, liði ársins og þjálfara ársins viðurkenningar í gær við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans.

Titilinn íþróttamaður UMSS árið 2017 hlaut Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður. Meistaraflokkur kvenna hjá Golfklúbbi Sauðárkróks (GSS) var valið lið ársins 2017. Israel Martin, þjálfari körfuknattleiksdeildar Tindastóls hlaut titilinn þjálfari ársins 2017.

Þá var UMF Tindastóll einnig með viðurkenningu fyrir íþróttamann Tindastóls 2017 og hlaut Pétur Rúnar Birgisson, körfuknattleiksmaður þann titil.

Auk þess voru ungu og efnilegu íþróttafólki í Skagafirði veittar viðurkenningar.

Á milli jóla og nýárs standa yfir æfingabúðir landsliðsverkefna hjá KKÍ, KSÍ og SKÍ og voru fjórir skagfirskir íþróttamenn fjarverandi í gær vegna þátttöku í þeim verkefnum.

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íþróttamönnum í Skagafirði til hamingju með glæsilegt íþróttaár og óskar þeim góðs gengis á nýju ári. 

Pétur Rúnar