Ítrekun á upplýsingum um losun garðúrgangs á Sauðárkróki vegna slæmrar umgengni
Borið hefur á slæmri umgengni á svæðinu við jarðvegstippinn við Borgargerði og því þarft að skerpa á umgengnisreglum og upplýsingum um hvert skal fara með hvaða garðúrgang.
Allur almennur garðúrgangur s.s jarðvegur, gras/hey og smærri greinar eiga að fara í jarðvegstippinn við Borgargerði, rétt sunnan við leikskólann Ársali, austan megin við veginn.
Stærri greinar, tré og steypuafgangar, hellur og flísar skal fara með upp í gryfjur við Gránumóa (ofan við mótorkross brautina).
Annað rusl fer sem áður í Flokku. Þar er líka átt við allt rusl sem var utan um garðúrganginn s.s. plast og pappa.
Jarðvegur, gras/hey og smærri greinar fara í jarðvegstippinn við Borgargerði ↓
Stærri greinar, tré og steypuafgangar, hellur, flísar o.þ.h. fara á Gránumóa ↓
Myndir hér að neðan sýna slæma umgegni við jarðvegstippinn við Borgargerði: