Fara í efni

Jafnlaunagreining 2024

25.06.2024

Á dögunum fór fram árleg launagreining hjá sveitarfélaginu í tengslum við úttekt á jafnlaunakerfi sveitarfélagsins. Gögn sem notuð voru til launagreiningar voru launaupplýsingar fyrir mars mánuð 2024. Greind voru grunnlaun, föst laun og heildarlaun, en föst laun rýnd sérstaklega. Niðurstöður launagreiningar sýna að óútskýrður launamunur milli kynjanna á föstum launum er vart mælanlegur en hann mældist 0,4% körlum í óhag. Launagreiningin var unnin af Attentus ehf. í samstarfi við launadeild og mannauðsstjóra sveitarfélagsins.

Skagafjörður hlaut jafnlaunavottun árið 2021 sem gildir til ársins 2024. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjannana á vinnumarkmaði. Vottunin staðfestir að starfsfólk sveitarfélagsins sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.