Fara í efni

Jóhann Björn íþróttamaður Skagafjarðar 2013

03.01.2014

Jóhann Björn Sigurbjörnsson var valinn íþróttamaður Skagafjarðar 2013 við hátíðlega athöfn í Húsi Jóhann Björnfrítímans 27. desember. Jóhann er 18 ára gamall og er í fremstu röð spretthlaupara landsins og var m.a. valinn í landsliðið sem keppti fyrir hönd Íslands á meistaramóti Norðurlanda 19 ára og yngri. Hann setti m.a. skagfirskt héraðsmet í 200 m hlaupi innanhúss. Í öðru sætinu í kjörinu var Bryndís Rut Haraldsdóttir knattspyrnukona sem stóð í markinu hjá landsliðinu í sumar í U19.

 

Þeir sem voru tilnefndir auk Jóhanns og Bryndísar voru: Helgi Rafn Viggósson körfuknattleiksdeild UMFT, Sigurjón Þórðarson sunddeild UMFT, Birna Sigurðardóttir skíðadeild UMFT, Mette Camilla Moe Mannseth hestamannafélaginu Svaða og Árný Lilja Árnadóttir Golfklúbbi Sauðárkróks. 

Helgi RafnÍþróttamaður Tindastóls 2013 var valinn Helgi Rafn Viggósson körfuknattleiksmaður úr Tindastóli en hann þykir til fyrirmyndar bæði utan og innan vallar. Einnig voru tilnefndir Sigurjón Þórðarson, Bryndís Rut Haraldsdóttir, Birna María Sigurðardóttir, Atli Arnarson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson.

 

 

 

 

Ung og efnilegt íþróttafólk hlaut einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í sínum greinum en það Þeir sem hlutu viðurkenningarvoru þau Margrét Ósk Bergþórsdóttir, Hildur Þrastardóttir, Tóbías Freyr Sigurjónsson, Vésteinn Karl Vésteinsson, Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Elín Sveinsdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir, Viðar Ágústsson, Telma Ösp Einarsdóttir, Pálmi Þórsson, Reynir Freyr Hauksson, Hákon Ingi Rafnsson og Ester María Eiríksdóttir.

 

Myndir feykir.is