Fara í efni

Jóladagskráin 13. - 21. desember

14.12.2017
Mynd: Sauðárkrókur

Nú eru aðeins 10 dagar til jóla og þriðja vika jóladagskrár komin út. Eins og áður en margt um að vera og byrjar helgardagskráin strax í dag þegar nemendur Varmahlíðarskóla halda danssýningu kl. 14:00 í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Tónlistarskóli Skagafjarðar verður með jólatónleika í matsal Árskóla kl. 16:30 og 18:00. Í kvöld heldur fjörið svo áfram austan Vatna þegar Grunnskólinn þar heldur sína árlegu jólavöku í Höfðaborg á Hofsósi kl. 20:30.

Á föstudag verður Tónlistarskóli Skagafjarðar með jólatónleika í Miðgarði kl. 16:00 og 18:00. Skagfirski kammerkórinn heldur jólatónleika í Hóladómkirkju kl. 20:00 á föstudag og í Sauðárkrókskirkju kl. 16:00 á laugardag og aftur kl. 20:00 í Miklabæjarkirkju. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Þeir sem eiga leið í Skagfirðingabúð á laugardaginn geta hlustað á Karlakórinn Heimi þar kl. 16:00.

Dagskrá vikunnar í heild sinni má sjá hér.