Fara í efni

Jólaljósin tendruð á Króknum

28.11.2013

Tendrun ljósa á jólatréJólastemming verður í gamla bænum á Króknum á laugardaginn þegar jólaljósin verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi kl 15:30. Af því tilefni mun skólakór Varmahlíðarskóla syngja nokkur jólalög undir stjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur, Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri flytur hátíðarávarp, nemendur í 2. bekk Grunnskólans austan Vatna tendra ljósin á trénu og jólasveinarnir mæta. Kynnir verður Sólveig Fjólmundsdóttir en hún mun einnig taka lagið. Flestar verslanir verða opnar og ýmis tilboð í gangi í tilefni dagsins. Jólamarkaður verður í Safnahúsinu, opin vinnustofa í Gúttó, opið í Maddömukoti þar sem boðið verður upp á rjúkandi kjötsúpu, Fjölskyldan og frítíminn mun bjóða gestum að prófa brjóstsykursgerð í Safnaðarheimilinu og skátarnir verða með kakó og piparkökur í Landsbankanum. Ýmislegt fleira er á döfinni bæði á Króknum og annarsstaðar í firðinum í upphafi aðventunnar s.s. jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks í íþróttahúsinu, aðventuopnun á skíðasvæði Tindastóls, opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð, opið í Glaumbæ og Áskaffi og aðventuhátíðir í Sauðárkrókskirkju og Miklabæjarprestakalli. Sjá nánar undir Á döfinni.