Jólatónleikar í Miðgarði 5. des
05.12.2013
Í dag kl 17 eru jólatónleikar í Miðgarði þar sem Skagfirskir strengir ásamt jassballetthópum Varmahlíðarskóla og slagverksdrengjunum Alfa og Omega flytja Jólabjöllur, verk eftir Szymon Kuran. Strengjasveitirnar leika líka fleiri verk sem þær hafa verið að æfa í vetur. Jólatónleikar nemenda sem eru lengri komnir í tónlistarnáminu verða síðan kl 18:30.
Margt fleira er í boði í Skagafirði þessa dagana, opið í Gallerý Alþýðulist í Varmahlíð, aðventuhátíð í Dvalarheimilinu á Sauðárkróki, Rípurkirkju og Skagaseli, förðunarnámskeið í Húsi frítímans að ógleymdum jólahlaðborðum um allan fjörð 6. des.