Kaldavatnsleki í útbænum á Sauðárkróki og heitavatnslaust í Blönduhlíð
11.01.2024
Það er nóg að gera hjá Skagafjarðarveitum þessa stundina, en hitaveita í Blönduhlíð liggur niðri vegna bilunar í dælustöð á Syðstu-Grund. Unnið er að viðgerð.
Þá er fyrirhuguð viðgerð á leka í kalda vatninu á Sauðárkróki og mun þurfa að loka fyrir rennsli í útbænum. Lokað verður við Faxatorg, og allt svæðið þar utan við verður vatnslaust að Skagfirðingabraut og Freyjugötu undanskildum. Lokunin hefst kl. 13 og óljóst er hvenær viðgerð lýkur.