Kjörstaðir og framlagning kjörskrár
Kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði við Alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi verða átta.
Kjörstaðir verða þessir: Skagasel á Skaga, Bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli, Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, Félagsheimilið Árgarður á Steinsstöðum, Félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi, Grunnskólinn austan Vatna á Hólum og Sólgörðum í Fljótum.
Kjörskrá mun liggja frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 9:00 til 16:00 f.o.m. miðvikudeginun 18. október 2017 til kjördags.
Þar sem viðmiðunardagur kjörskrár var 23. september sl. munu þeir einstaklingar sem sóttu um að vera teknir á kjörskrá á tímabilinu 23. september – 11. október ekki vera skráðir í prentútgáfu kjörskrárstofna né mun nafn þeirra koma upp við uppflettingu hér að neðan. Þjóðskrá Íslands tilkynnir viðkomandi sveitarstjórn um það sérstaklega þegar bæta þarf kjósanda á kjörskrá samkvæmt þessu.
Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitunni Island.is á slóðinni
https://www.kosning.is/althingiskosningar-2017/kjorskra/