Fara í efni

Kostnaður við húshitun hvað lægstur á landinu í Skagafirði

13.12.2016
Kennimerki Skagafjarðarveitna

Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun, á sömu viðmiðunarfasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli, á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350m³.

Þegar rýnt er í tölurnar sést að kostnaður við húshitun er hvað lægstur á landinu þar sem hitaveita er komin í Skagafirði (um 90% heimila í dag) en kostnaður við húshitun er aðeins lægri á Seltjarnarnesi, Flúðum og í Hveragerði.

Þegar litið er til orkukostnaðar alls sést að hann er einnig hvað lægstur á Sauðárkróki af þeim stöðum sem kannaðir voru en af 36 svæðum voru aðeins 6 þéttbýlisstaðir með lægri orkukostnað alls þegar litið er til algengasta verðs á heildarorkukostnaði á hverjum stað. Rafmagnsverð er hærra hjá notendum í dreifbýlinu.

Sjá nánar á vef Byggðastofnunar.