Fara í efni

Kynningarfundur á vinnslutillögu að breytingum á aðalskipulagi

01.03.2018
Mynd: Héraðsvötn að vori 2017

Unnin hefur verið vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 sem samþykkt var þann 25. maí 2012.

Vinnslutillagan samanstendur af greinargerð ásamt umhverfisskýrslu, þéttbýlisuppdrætti og sveitarfélagsuppdrætti

Breytingarnar er í sex liðum sem snúa að:

(A) Legu Blöndulínu 3

(B) Sauðárkrókslínu 2

(C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta

(D) Urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi

(E) Nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks

(F) Nýjum efnistökusvæðum.

 

Tillagan verðu kynnt á opnum fundi að Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki fimmtudaginn 1. mars 2018 kl. 17-18:30.

 

 Skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar