Kynningarfundur fyrir íbúa vegna aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040
26.03.2025
Opinn kynningarfundur verður haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði þann 2. apríl nk., kl. 16:30-18:30.
Þar verður kynning á helstu breytingum í aðalskipulagi og fulltrúar skipulagsnefndar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum.
Léttar veitingar og kaffi í boði á meðan á fundi stendur.
Dagskrá
16:30 Fundur settur, ávarp frá Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra Skagafjarðar
16:40 Stutt kynning á helstu breytingum og næstu skref skipulagsferilsins, Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf
17:00 Standandi kynningarborð á helstu breytingum aðalskipulagsins :
- Blöndulína 3, fulltrúar frá Landsneti verða á staðnum
- Staðsetning tjaldsvæðis á Sauðárkróki
- Ný aðkoma að Sauðárkróki frá Þverárfjallsvegi og uppbygging byggðar á Nöfunum
- Flokkun landbúnaðarlands og Vegir í náttúru Íslands
- Aðalskipulagið í heild, önnur mál
18:20 Samantekt og næstu skref