Landsbankamótið um helgina á Sauðárkróki
Um helgina fer fram Landsbankamótið hjá 6. flokki stúlkna á íþróttasvæðinu á Sauðárkróki. Umfang mótsins hefur aukist ár frá ári og að þessu sinni eru rúmlega 100 lið skráð til leiks frá um 20 félögum segir á heimasíðu Tindastóls.
Liðin mæta til leiks á morgun föstudag og mótið hefst morguninn eftir. Á laugardagskvöldinu verður kvöldvaka þar sem Salka Sól mun skemmta þátttakendum en mótinu lýkur á sunnudeginum með úrslitaleikjunum og verðlaunaafhendingu. Forsvarsmenn mótsins hvetja fólk til að kíkja við á vellinum og að rétta fram hjálparhönd þeir sem það geta.
Það verður því mikið um að vera í Skagafirði um helgina, Lummudagarnir með öllum sínum uppákomum sem hefjast í dag, fótboltamót og tónlistarhátíðin Drangey Music Festival sem verður á Reykjum á Reykjaströnd á laugardagskvöldinu.