Landsmót hestamanna hafið á Hólum í Hjaltadal
22. landsmót hestamanna er hafið á Hólum í Hjaltadal. Nú þegar eru þúsundir manna komnir á mótssvæðið en forsala aðgöngumiða hefur aldrei verið meiri í aðdraganda landsmóts.
Setning landsmóts fer fram í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 19:45. Gríðarlega flott dagskrá er í gangi alla daga allt til mótsslita á laugardagskvöld en á sunnudaginn tekur svo við fræðslu- og skemmtidagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á www.landsmot.is.
Þá vekjum við athygli á að hægt er að kaupa viku-og helgarpassa á heimasíðu landsmóts og www.tix.is, auk tjaldsvæðispláss með rafmagni. Dagmiða er hægt að kaupa í aðgangshliði mótssvæðisins á Hólum. Frítt er fyrir börn upp að 14 ára aldri.
Upplýsingar um afþreyingu í Skagafirði má finna á www.visitskagafjordur.is.
Við vekjum jafnframt sérstaka athygli á aukna opnun sundlauga sveitarfélagsins á meðan á landsmóti stendur en upplýsingar um opnunartíma má finna hér.