Fara í efni

Laufskálaréttarhelgin

27.09.2019
Laufskálaréttin er um helgina

Réttað verður um helgina í Laufskálarétt, drottningu íslenskra stóðrétta. Von er á margmenni á svæðið enda vinsæll viðburður.

Fjörið hefst í kvöld kl. 20:30 með stórsýningu og skagfirskri skemmtun í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók þar sem hestar, gleði, söngur og glaðlyndir gestir verða í fyrirrúmi. Eftir skemmtun er svo tilvalið að skella sér út á lífið en ýmislegt er í boði víðsvegar um héraðið.

Smölun fer fram í Kolbeinsdal á morgun og verður stóðið rekið þaðan og í Laufskálarétt upp úr kl. 11:30. Réttarstörf hefjast kl. 13.

Laufskálaréttarballið verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum kl. 23 á laugardagskvöldinu. Það er hljómsveitin Stuðlabandið ásamt Stefáni Hilmarssyni sem heldur uppi fjörinu. Einnig verður réttarball í Hofsósi og Varmahlíð, kaffihlaðborð í Samgönguminjasafninu og einhverjir hrossaræktendur verða með opið hús.

Gleðilega Laufskálaréttarhelgi!