Laus störf hjá sveitarfélaginu
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar:
Stuðningsfulltrúi á Hofsósi. 50% staða við Grunnskólann austan Vatna. Í starfinu felst aðstoð við nemendur með þroska eða hegðunarfrávik, og aðstoð við kennara vegna námsstuðnings í bekk sem í öllum tilfellum eru aldursblandaðir hópar. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní.
Skólaliði á Hofsósi. 75% starfshlutfall við Grunnskólann austan Vatna. Í starfinu felst gæsla nemenda, bæði í frímínútum og eyðutímum auk þrifa á húsnæði skólans. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní.
Umsjónarkennari í 100% starfshlutfall við Grunnskólann austan Vatna. Kennsla á starfstöð skólans á Hólum vegna tilfallandi forfalla allt næsta skólaár. Um er að ræða kennslu í blönduðum hópi nemenda í 1. - 6. bekk. Kennslugreinar eru íslenska og samfélagsfræði. Náttúrufræði í 1 - 3. bekk og enska í 4. - 5. bekk. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní.
Leikskólinn Ársalir óskar eftir starfsfólki. Nokkur störf eru í boði, hlutastarf og í 100% starfshlutfalli. Deildarstjóri, leikskólakennari og/eða starfsmaður í leikskóla. Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum er heimilt að ráða leiðbeinendur. Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí.
Varmahlíðarskóli óskar eftir grunnskólakennara í 60% starfshlutfall til að sinna smíða- og málmsmíðakennslu, vegna afleysinga í tímabundna stöðu skólaárið 2019-2020. Í starfinu felst kennsla í hönnun og smíði á öllum aldursstigum skólans auk málmsmíðakennslu á unglingastigi. Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí.
Kennsluráðgjafi með áherslu á upplýsingatækni. Um er að ræða 100% starfshlutfall. (50% hjá Árskóla og 50% hjá fræðsluþjónustu). Meginmarkmið starfsins er að veita ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks skólanna, sinna endur- og símenntun starfsmanna sem og verkefnastjórnun og þróunarvinnu. Starfsmaður sinnir verkefnum í öllum stofnunum innan fræðsluþjónustu og ber ábyrgð á þeim verkefnum sem honum eru falin hverju sinni. Umsóknarfrestur er til og með 4. júlí 2019.
Leikskólinn Tröllaborg á Hofsósi óskar eftir starfsmanni í 50% starfshlutfall. Starfsmaður á leikskóla starfar með börnum í leik og starfi undir stjórn deildarstjóra og framfylgir faglegri stefnu leikskólans. Um er að ræða daglega afleysingu og vinnutíminn breytilegur. Umsóknafrestur er til og með 7. júlí.
Nánari upplýsingar um hvert starf er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins undir linknum laus störf eða með því að smella hér.
Umsóknir ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.